Það er stundum að ég dett í eitthvað sem ég ætla mér alls ekki og það er t.d að prjóna sjöl en hér er ég með fiðrilda sjal sem mér finnst mjög fallegt en ég sá þetta á facebook síðu hjá henni Helgu Ott
sem er vinkona mín þar og spurði hvar hún hefði keypt garnið því mér fannst það alveg dásamlegt
en til að gera langa sögu stutta þá keypti hún fyrir mig garn á Alicante sem heitir Viking Nordlys
og dásamleg mjúkt og gott að prjón úr því en í sjalið fóru 3 dokkur og prjónað á prjóna n.3.5 en uppskriftina keypti ég á Ravelry finnst samt leitt að þetta garn sé ekki til hér á landi en ég ætla að gefa það í afmælisgjöf.
Svo er það Sjalið Hel sem ég er að gera í annað sinn en það er skemmtilegt að prjóna það þó að blúnda geti stundum gert mann brjálaðan en falleg er hún. Ég keyti garnið í Litluprjónabúðinn og garnið heitir The Uncommon thread ,tough sock og er líka dásamlega mjúkt og gott að prjón úr því
en ég gerði þetta sjal stærra en það sem ég gerði áður það 1.9m á lengd og 90 cm á breidd ég gerði það bara til að nýta garnið sem best því það er óþarfi að skilja eftir smá garn sem nýtist í ekki neitt
ég notaði prjón nr.3.5 og 4.0 og finnst mér það góð stærð verður fínlegt og fallegt
Svo er hér sjölin þrjú sem ég hef gert í sumar og er bara glöð með þetta og á ég alveg eftir að gera fleiri sjöl aftur kannski ekki eins og þessi en hvað veit ég ef ég finn fallega liti sem mér langar í þá prjón ég bara
svo er líka alveg dásamlegt að gefa svona fallegar gjafir
Wednesday, September 11, 2019
Subscribe to:
Posts (Atom)
Frón
Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...
-
Þessa sokka hef ég ætlað að prjóna lengi en fannst þeir svona fallega ljótir en lét svo til leiðast og er bara glöð með þá notaði afg...
-
þessar eru heklaðar ùr afgangsgarni sem èg var búin að geyma og sanka að mér og urðu þessar borðtuskur en þetta er bómullargarn og heklunál ...
-
Þessi peysa er alveg geggjuð fallegir litir og pínu öðruvísi en hefðbundnar lopapeysur enhún er prjónuð úr léttlopa og litirnir voru alls ...