Monday, September 4, 2017

Finnskir sokkar

 Þessa sokka hef ég ætlað að prjóna lengi en fannst þeir svona fallega ljótir en lét svo til leiðast
 og er bara glöð með þá notaði afgang af Elísukjólnum semsagt Sisu garn og prjóna nr.3 en næst ætla ég að nota fínna garn og prjóna nr 2.5
 það er hægt að krumpa´þá saman og eru samt fallegir svoleiðis
 ég tók sérstaka mynd af þessari úrtöku hjá mér gerði hana ómeðvitað en sá svo að ég snéri henni ekki eins og vanalega en hún kom bara vel út og á ég eftir að nota hana oftar
 krúttlegir
 og svo var að máta á barnið

en hún vildi ekki vera í þeim akkúrat þarna
En það sem heillar mest við þessa sokka er sagan á bakið þá hún er svo falleg og heillaði mig upp úr skónum og hér link á söguna og uppskrift ef einhver hefur áhuga http://kvennabladid.is/2015/04/04/finnsku-lestarsokkarnir-smabarnasokkar/

Friday, September 1, 2017

KRingur

 Það er ýmislegt sem ég tek mér fyrir hendur en fyrir all löngu prjónaði ég Blikastrák og þegar bróðir minn sá hann bað hann mig að gera fyrir sig KRing svo var loksins byrjað á að prjóna strákinn og sést hér þar sem ég er komin að höfðinu (gleymdi að mynda allt hitt)
 og svona lítur hann hálf andlitslaus og sköllóttur
 hér er hann aðeins að skána komin með augnhár, varir og hárlubba en ennþá nakinn eða þannig
og þegar búið var að gera á hann búningin þá var drengurinn klár til afhendingar
og fékk eigandin hann í gær og þegar ég afhenti strákinn sagði hann náttúrlega takk en bætti við
ÞETTA ER ALVEG EINS OG  BJARNI FEL  semsagt sannur KRingur en það var ekki farið af stað í þeim tilgangi en þegar ég skoðaði hann betur þá var þetta bara rétt  BJARNI FEL gjörið svo vel

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...