Friday, November 8, 2013

Teppi

 Það er eitt teppi í viðbót sem var að klárast en þetta eintak er afmælisgjöf en litirnir eru
sérvaldir af eigandanum
en þetta munstur er mjög fallegt eins og ég hef eflaust áður sagt það er líka gaman að hekla það
en stærðin á þessu er 140-175  verður mjög gott kúruteppi en ég nota kambgarnið og finnst það mjög gott.

Vettlingar

 Þessa fallegu vettlinga var ég að klára og finnst mér liturinn koma mjög vel út

en svo er munstrið ótrúlega fallegt fann uppskriftina inná Garnstudio og notað kambgarn og prjóna nr 3 verða að segja ánæð með útkomuna...

Lil' Twister

Þetta er uppskriftin af þessu verkefni sem er hér í fyrr færslu
 Svona lítur stikan út ekki stór en er alveg ótrúleg
 er lögð ofan á efnið í saumförin og skorið meðfram
 og svona lítur búturinn út þegar búið er að skera meðfram henni og er ósköp saklaus
svona ein og sér
og svona er efnið þegar búið er að skera efnið ekki mikill afgangur en eflaust hægt að búa eitthvað til úr afklippunni af vilji er til þess allaveg henti ég þeim ekki  eins og annað aðeins að geyma.....

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...