Tuesday, August 28, 2012

Lopapeysur

Ég gerði þessar áður en ég fór í frí en ég hafði gert 2 eins áður en þessar eru á Rebekku og Emilíu
en uppskriftina keypti ég í Fjarðarkaup og eru þær mjög fallegar sérstaklega finnast mér snúningurinn fallegur
og gaman að breyta til frá gömlu aðferðinni þó svo að þetta sé ekki alveg nýtt því það er hægt að finna svipað þessu á 'istex.is

Heklað teppi

 Jæja þá er þetta verkefni búið eins og sést þá var ég að hekla teppi og eru hér síðustu umferðirnar
 en það og  er búið að vera mjög gaman að hekla teppið en ég fytjaði upp 252 lykkjur og umferðirnar
urðu 166 og litirnir voru 9 talsins og stærðin er c.a. 140 -160
 Þannig lítur það svo út mikil lita dýrð en ég ætla að gefa það í afmælisgjöf

ætla samt að fela enda en þeir eru nokkri að ég reyndi samt að fela þá jafn óðum svo þeir væru ekki rosalega margir . Er alveg ótrúlega ánægð með afraksturinn á örugglega eftir að gera fleiri með þessari aðferð
og í öðrum litum.

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...